spot_img
HeimFréttirJóhannes Haukur í mynd Jacques Audiard

Jóhannes Haukur í mynd Jacques Audiard

-

Réttsælis að ofan: Riz Ahmed, Joaquin Phoenix, Jake Gyllenhaal, Jóhannes Haukur og John C. Reilly.

Jóhannes Haukur Jóhannesson mun leika í kvikmyndinni The Sisters Broth­ers sem franski leikstjórinn Jacques Audiard gerir, en hann hlaut Gullpálmann í Cannes 2015 fyrir kvikmyndina Dheepan. Jake Gyllenhaal, Joaquin Phoenix, John C. Reilly og Riz Ahmed (The Night of) fara með helstu hlutverk.

Vísir greinir frá.

Tökur hefjast á Spáni á næstu dögum. Um er að ræða vestra sem byggður er á samnefndri bók Patrick deWitt. Sagan gerist í kringum 1850 og hverfist um gullgrafarann Hermann Kermit Warm (Gyllenhaal), sem er hundeltur af leigumorðingjunum Eli and Charlie Sisters (Reilly og Phoenix).

Sjá nánar hér: Jóhannes Haukur verður í góðum félagsskap á setti – Visir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR