spot_img

[Stikla] Björn Hlynur slæst við Gael Garcia Bernal í nýrri mynd

Frá vinstri: Gael Garcia Bernal, Björn Hlynur og Veronica Echegui.

Björn Hlynur Haraldsson, sem nú birtist reglulega í annarri syrpu Fortitude, fer með stórt hlutverk í mexíkósku myndinni Me estás matando Susana (Þú drepur mig Susana) þar sem hann meðal annars tuskast á við hinn kunna leikara Gael Garcia Bernal.

Þetta mun vera gamansöm þroskasaga um Eligio (Bernal) sem ákveður að leita uppí konuna sem hann elskar eftir að hún hefur yfirgefið hann skyndilega og farið til Bandaríkjanna.

Myndin kom út í Mexíkó í haust en dreifing í Bandaríkjunum er nýhafin. Stikluna má sjá hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR