Elísabet Ronaldsdóttir klárar „Atomic Blonde“ og klippir síðan „Deadpool 2“

Elísabet Ronaldsdóttir.

Elísabet Ronaldsdóttir er klippari hasarmyndarinnar Atomic Blonde með Charlize Theron í aðalhlutverki. Myndin er væntanleg innan skamms. Elísabet mun síðan klippa ofurhetjumyndina Deadpool 2 með Ryan Reynolds en báðar myndirnar eru að verulegu leyti gerðar af sama teymi og stóð á bakvið harðhausamyndina John Wick með Keanu Reeves.

Þess má og geta að leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kemur fram í Atomic Blonde.

Fyrir skemmstu kom út nokkurskonar upphitun fyrir Deadpool 2 sem Elísabet klippti einnig. Klippan mun þó ekki tengjast efni myndarinnar beint, en hana má sjá fyrir neðan. Undir henni er svo sýnishorn úr Atomic Blonde.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR