spot_img

Eva María Daníels einn framleiðenda “The Dinner” sem er í keppni á Berlinale, gerir einnig mynd með Amy Adams

Eva María Daníels framleiðandi.

Eva María Daníels er einn framleiðenda bandarísku kvikmyndarinnar The Dinner í leikstjórn Oren Moverman. Myndin tekur þátt í aðalkeppni Berlínarhátíðarinnar og er frumsýnd í dag. Með helstu hlutverk fara Richard Gere, Laura Linney, Steve Coogan, Chloë Sevigny og Rebecca Hall.

The Dinner er saga af tveimur fjölskyldum sem þurfa að taka erfiðustu ákvarðanir lífs síns meðan á kvöldverði stendur. Myndin er byggð á metsölubók hollenska rithöfundarins Herman Koch frá 2009.

Netflix dreifir annarri kvikmynd Evu Maríu

Á dögunum var tilkynnt að Netflix muni dreifa væntanlegri kvikmynd, Hold the Dark, sem Eva María framleiðir. Myndin er spennumynd sem gerist í Alaska og er byggð á skáldsögu eftir William Giraldi frá 2014. Eva María hefur unnið að þróun verkefnisins með leikstjóranum Jeremy Saulnier. Tökur hefjast í lok mánaðarins í Kanada, leikaraval verður kynnt innan skamms.

Gerir mynd með Amy Adams

Síðar á árinu hefjast svo tökur á annarri kvikmynd Evu Maríu, Object of Beauty. Amy Adams fer með aðalhlutverk. Eva María vinnur einnig fjölmörgum öðrum verkefnum í samvinnu við bandaríska framleiðslufyrirtækið A24. Meðal samstarfsmanna hennar eru kunnir leikstjórar á borð við Cary Fukunaga og J.C. Chandor.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR