Yaddo, ný efnisveita tileinkuð heimildamyndum, óskar eftir hugmyndum

Yaddo, stafræn heimildamyndaveita, er nú aðgengileg í 154 löndum (þó ekki á Íslandi). Til þess að marka upphaf þessarar nýju veitu óskar Yaddo eftir hugmyndum og sögum frá einstaklingum og sjálfstæðum framleiðendum um allan heim. Forsprakki Yaddo er Nick Fraser, margverðlaunaður heimildaþátttaframleiðandi og fyrverandi dagskrástjóri BBC Storyville, eins virtasta dagsskrárglugga á sviði heimildarmynda í dag.

Í fréttatilkynningu frá Yaddo segir að Nick Fraser muni velja bestu hugmyndirnar sem síðar gætu orðið að veruleika og endað á Yaddo.

“Bestu sögurnar eru alltaf raunverulegar” segja forsvarsmenn Yaddo en að sama skapi getur verið erfitt að finna þessar góðu sögur. Með því að koma þessari efnisveitu á fót verður fjöldi frábærra verðlaunaðra heimildamynda nú aðgengilegur almenningi. Þeir sem hafa ástríðu fyrir góðum heimildarmyndum geta séð nýjar einstaklega áhugaverðar og sérvaldar myndir sem og gamlar klassískar myndir.

Auk þess að bjóða upp á heimildarmyndir mun Yaddo kynna til sögunnar þemamánuði sem kallast ,,Deep Dives” þar sem farið verður dýpra í að skoða og kryfja til mergjar myndir sem eru allt frá háalvarlegum viðfangsefnum til hinna svívirðilegustu og allt þar á milli. Auk þess verða styttri “pop-up” innskot í formi allskyns styttri skringilegheita sem finnast á netinu. Þessi miðill mun streyma öllu frá persónulegum sögum til heimssögulegra viðfangsefna og með því rannsaka veröld heimildamyndanna, veita innsýn í hug og verk kvikmyndagerðarmanna, og opna þannig nýjan heim fyrir áhorfendum.

Nick Fraser, ritstjóri Yaddo, er verðlaunaður blaðamaður, pistlahöfundur hjá The Guardian og á ferli sínum hefur hann unnið við myndir eins og Man on Wire og Searching for Sugarman ásamt um 340 öðrum myndum. Heimildamyndir sem hann hefur komið að hafa unnið fern Óskarsverðlaun, fimm BAFTA verðlaun, fimmtán Grierson verðlaun, þrjú Peabody verðlaun, þrjú Emmy verðlaun og þrenn Edduverðlaun.

“Á Yaddo höfum við sett okkur það markmið að sýna eins vítt svið heimildamynda og hægt er –frá þeim sem hafa farið í bíódreifingu um allan heim og allt niður í fimm-mínútna myndir sem eru framleiddar fyrir vefmiðla” segir Nick. “Það eina sem sögurnar þurfa að hafa sameiginlegt er að þær verða að vera einkar hrífandi og snilldarlega gerðar”.

Þær hugmyndir sem verða valdar af Nick Fraser, munu fá stuðning Yaddo til þess að verða að raunveruleika. Af um það bil þúsund hugmyndum hefur Yaddo nú þegar dagskrársett yfir 40 stuttar heimildamyndir frá kvikmyndagerðarmönnum víðs vegar um heim.

HVERNIG Á AÐ SENDA INN UMSÓKN?

Þeir sem luma á hugmynd að heimildamynd sem þeir telja að heimsbyggðin ætti að sjá, geta sent kynningarefni ásamt brot af myndefni og söguþræði á netfangið: pitch@yaddo.com. Þar er tekið við tillögum að bæði heimildamyndum í fullri lengd sem og styttri myndum. Þeir sem hafa áhuga ættu að kynna sér efni Yaddo eða á iOS App Store eða Google Play Store, á snjallsímum eða tölvum, eða á www.yaddo.com, þar sem það er aðgengilegt.

UM YADDO

Yaddo er nýr miðill á SVOD-inu tileinkaður bestu heimildamyndum sem völ er á og ætlaður áhorfendum sem vilja sjá og kynnast áhugaverðum og skemmtilegum, raunverulegum sögum. Veitan er sett upp af hinum margverðulaunaða blaðamanni og fyrrverandi yfirdagskrárstjóra á BBC Storyville, Nick Fraser og framleiðandanum Lawrence Elman. Á Yaddo bætist sífellt við nýtt efni og þar má finna myndir sem eru aðkeyptar og dagskrársettar af leiðandi aðilum á heimsvísu í heimildaþáttaiðnaðinum.

Sjá nánar hér: Yaddo

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR