„A Reykjavik Porno“ í almennar sýningar í dag

Albert Halldórsson í A Reykjavik Porno eftir Graeme Maley.

Skosk/íslenska kvikmyndin A Reykjavik Porno fer í almennar sýningar í dag. Myndin er frumraun skoska leikstjórans Graeme Maley, en hann hefur getið sér gott orð í leikhúsi á Bretlandseyjum. Hún var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni 2016 og vann verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á norrænu kvikmyndahátíðinni í New York síðastliðið haust.

A Reykjavík Porno fjallar um nemanda sem bregst illa við klámfengnu efni sem hann horfir á af netinu og fer af stað í hefndarleit í kalda myrkrinu í Reykjavík.

  • Leikstjóri: Graeme Maley
  • Handritshöfundur: Graeme Maley
  • Aðalhlutverk: Ylfa Edelstein, Albert Halldórsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir
  • Stjórn kvikmyndatöku: Arnar Þórisson
  • Klipping: Jamie Fraser, Stefanía Thors
  • Tónlist: Brian Docherty
  • Aðalframleiðendur: Hlín Jóhannesdóttir, Birgitta Björnsdóttir, Eddie Dick, Arnar Benjamín Kristjánsson
    Meðframleiðandi: Sólveig Guðmundsdóttir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR