Heim Fréttir Hrollvekjan "Child Eater" eftir Erling Thoroddsen frumsýnd 28. október

Hrollvekjan „Child Eater“ eftir Erling Thoroddsen frumsýnd 28. október

-

Rammi úr Child Eater.
Rammi úr Child Eater.

Erlingur Óttar Thoroddsen frumsýnir hrollvekjuna Child Eater, fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, þann 28. október næstkomandi í Bíó Paradís. Myndin er byggð á samnefndri stuttmynd hans og var tekin upp í Bandaríkjunum þar sem leikstjórinn stundaði nám í kvikmyndagerð.

Erlingur er með aðra kvikmynd í vinnslu, Rökkur, sem tekin var upp hér á landi í vor og fjallað var um hér.

Stuttmyndin var meðal annars sýnd á SXSW, RIFF og New York Horror Film Festival.

Þó svo bíómyndin hafi verið tekið upp í dimmum skógum New York fylkis, þá rennur rammíslenskt blóð um æðar hennar, segir í tilkynningu.

Fjölmargir Íslendingar komu að gerð myndarinnar, þar á meðal tónskáldið Einar Sv. Tryggvason sem gerir tónlist.

Plakat kvikmyndarinnar Child Eater.
Plakat kvikmyndarinnar Child Eater.

Myndin fjallar um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. Sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnanlegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að forða sér frá blindu…

Vefur myndarinnar er hér.

Stikla bíómyndarinnar liggur enn ekki fyrir en hér að neðan má sjá stiklu stuttmyndarinnar:

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.