Hittið Eistana í kvöld kl. 10

filmmakers meetupStockfish Film Festival býður velkomna hóp kvikmyndargerðarfólks frá Eistnesku kvikmyndamiðstöðinni, Eistneska framleiðendur og Tiinu Lokk-Tramberg, stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights. Í tilefni þessarar heimsóknar verður uppákoma í kvöld kl. 22 á Hlemmur Square.

Þar gefst gott tækifæri fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk til að kynnast Eistneska kvikmyndageiranum og kynna þeim fyrir hinum íslenska.

Athugið að þetta er lokaður viðburður. Til þess að óska eftir að vera sett/ur á gestalista þarf að senda tölvupóst (á ensku) á eftirfarandi netfang: sannehuizenga@hotmail.com

Hlemmur Square býður upp léttar veitingar og drykki.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR