„Tvíliðaleikur“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur á iTunes

Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Hægt er að verða sér útí um stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleik, á iTunes. Myndin kallast Playing With Balls á ensku og er í úrvali stuttmynda frá síðustu Toronto hátíð.

Tvíliðaleikur segir frá lesbíu í miðaldrakrísu sem ákveður að fylgja hjartanu og bregða út af vananum en verður fyrir vonbrigðum með ákvörðun sína.

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýrði, skrifaði og framleiddi Tvíliðaleik. Í aðalhlutverkum eru Guðrún Gísladóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Kvikmyndataka var í höndum Árna Filippussonar, Urður Hákonardóttir samdi tónlist og Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson klipptu myndina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR