Heim Fréttir "Hrútar" vinnur aðalverðlaunin í Zurich

„Hrútar“ vinnur aðalverðlaunin í Zurich

-

Grímur Hákonarson þakkar fyrir sig í Zurich.
Grímur Hákonarson þakkar fyrir sig í Zurich.

Hrútar Gríms Hákonarsonar vann um helgina Gullna augað (The Golden Eye) á Kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku 15 myndir þátt í keppninni.

Grímur var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Zurich og tileinkaði verðlaunin íslenskri kvikmyndagerð sem er á góðu skriði þessa dagana, en um síðustu helgi vann kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, aðalverðlaunin á San Sebastian.

Hrútar hefur verið ótrúlega sigursæl á kvikmyndahátíðum frá því hún var frumsýnd á Cannes í maí síðastliðnum og vann sín fyrstu verðlaun. Hún hefur keppt til verðlauna á fimm hátíðum, unnið aðalverðlaunin á fjórum þeirra og alls unnið til sex verðlauna. Hún hefur verið sýnd á mun fleiri hátíðum utan keppni.

Grímur Hákonarson var að vonum glaður með útkomuna:

“Ég er hæstánægður með þessi verðlaun og það er gaman hvað íslenskum kvikmyndum gengur vel þessa dagana. Það eru allir að spyrja mig út í þetta, hvað sé eiginlega í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. Það er tekið eftir þessu út um allan heim.

Ég vil minna Íslendinga á að myndin er ennþá í bíó. Þetta er mynd sem fólk þarf að sjá á hvíta tjaldinu. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd vinnur bæði á Cannes og á góða möguleika á óskarstilnefningu og ég hvet fólk eindregið til að missa ekki af henni.”

Hrútar var tekin úr sýningum á meðan RIFF stóð yfir en er nú komin aftur í sýningar í Bíó Paradís og Háskólabíó.

Sjá má myndband frá verðlaunaafhendingunni hér.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.