spot_img

Heimildamyndin “Trend Beacons” frumsýnd 12. mars

Ravage-TrendBeacons#2Trend Beacons, glæný heimildamynd eftir þá Markelsbræður – Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 12. mars. Í myndinni er fylgst með fólkinu sem spáir fyrir um hvað gerist í hönnun og tísku í heiminum – 2 ár framávið.

Trend-A4Til mikils er að vinna því miklir peningar eru í spilinu fyrir réttar upplýsingar. Þremur spámönnum var fylgt eftir í meira en ár til að sjá hvernig spárnar eru unnar – Christine Boland, RAVAGE og David Shah.

Samstarf þeirra Markelsbræðra hefur staðið yfir sleitulaust í 14 ár og eftir þá liggja meðal annars heimildamyndirnar HAM – lifandi dauðir (2001), Pönkið og Fræbbblarnir (2004), Feathered Cocaine (2010) og Lónbúinn (2012). Um þessar mundir eru Markelsbræður að vinna að mynd um handaágræðslu Guðmundar Felix Grétarssonar – Nýjar hendur – ásamt framleiðandum Guðbergi Davíðssyni. Einnig eru þeir að framleiða og leikstýra heimildaþáttaröðinni  Popp- og rokksaga Íslands ásamt Dr. Gunna og Haraldi Sigurjónssyni í samvinnu við RÚV.

Stikla Trend Beacons er hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR