Heim Fréttir Ellefu handrit áfram í keppni Doris Film

Ellefu handrit áfram í keppni Doris Film

-

doris_headerÍ vor efndu Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum. Doris Film á Íslandi hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála sem varð til þess að verkefnið fór af stað hér á landi en verkefnastjóri er Dögg Mósesdóttir. Þátttakan hér heima fór fram úr björtustu vonum en alls bárust 102 sögur í keppnina.

Dómnefnd hefur nú valið úr 11 sögur sem munu halda áfram í þróun en stefnan er að í kringum 5 handrit fari í framleiðsluferli. Myndirnar verða unnar eftir Doris Film sáttamálanum þar sem allar myndirnar eiga að hafa, í það minnsta, eina konu í aðalhlutverki, allar listrænar ákvarðanir og aðalábyrgðarstöður eiga vera í höndum kvenna og öll frumsamin tónlist á að vera samin af konum.

Dómnefndina skipuðu framleiðendurnir Anna María Karlsdóttir, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Hlín Jóhannesdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Rakel Garðarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldvin Z  leikstjóri og Óttar M. Norðfjörð handritshöfundur.

Eftirfarandi 11 handrit komust í úrslit:

 • „Borgarbarnið Júlía“ eftir Bjargeyju Ólafsdóttur,
 • „Andartakið“ eftir Ástu Hafberg,
 • „Geymt en ekki gleymt“ eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur,
 • „Græðlingur“ eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur,
 • „One of them“ eftir Evu Sigurðardóttur,
 • „Qividoq“ eftir Sóleyju Kaldal,
 • „Sex á stofu“ eftir Ásdísi Sólrúnu Halldórsdóttur,
 • „Type and release“ eftir Söru Sigurbjörns- og Öldudóttur,
 • „Uppljómað sálarástand klaufdýra“ eftir Lilju Sigurðardóttur,
 • „Þessi besti aldur“ eftir Ísgerðir Elfu Gunnarsdóttur
 • „Frosin“ eftir Ýr Þrastardóttur.

Sjá nánar hér: Úrslit Doris Film | wift.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.