Ellefu handrit áfram í keppni Doris Film

doris_headerÍ vor efndu Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum. Doris Film á Íslandi hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði til jafnréttismála sem varð til þess að verkefnið fór af stað hér á landi en verkefnastjóri er Dögg Mósesdóttir. Þátttakan hér heima fór fram úr björtustu vonum en alls bárust 102 sögur í keppnina.

Dómnefnd hefur nú valið úr 11 sögur sem munu halda áfram í þróun en stefnan er að í kringum 5 handrit fari í framleiðsluferli. Myndirnar verða unnar eftir Doris Film sáttamálanum þar sem allar myndirnar eiga að hafa, í það minnsta, eina konu í aðalhlutverki, allar listrænar ákvarðanir og aðalábyrgðarstöður eiga vera í höndum kvenna og öll frumsamin tónlist á að vera samin af konum.

Dómnefndina skipuðu framleiðendurnir Anna María Karlsdóttir, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Hlín Jóhannesdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Rakel Garðarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldvin Z  leikstjóri og Óttar M. Norðfjörð handritshöfundur.

Eftirfarandi 11 handrit komust í úrslit:

 • „Borgarbarnið Júlía“ eftir Bjargeyju Ólafsdóttur,
 • „Andartakið“ eftir Ástu Hafberg,
 • „Geymt en ekki gleymt“ eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur,
 • „Græðlingur“ eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur,
 • „One of them“ eftir Evu Sigurðardóttur,
 • „Qividoq“ eftir Sóleyju Kaldal,
 • „Sex á stofu“ eftir Ásdísi Sólrúnu Halldórsdóttur,
 • „Type and release“ eftir Söru Sigurbjörns- og Öldudóttur,
 • „Uppljómað sálarástand klaufdýra“ eftir Lilju Sigurðardóttur,
 • „Þessi besti aldur“ eftir Ísgerðir Elfu Gunnarsdóttur
 • „Frosin“ eftir Ýr Þrastardóttur.

Sjá nánar hér: Úrslit Doris Film | wift.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR