Þegar Resnais filmaði ástafund

la-guerre-est-finie-resnaisViðar Víkingsson leikstjóri skrifar á Facebook síðu Kvikmyndaskóla Íslands um Alan Resnais, hinn merka franska kvikmyndaleikstjóra – og sviðsetningu hans á atriði úr kvikmyndinni La guerre est finie (Stríðinu er lokið) frá 1966.

[divider scroll_text=““]

Alain Resnais sem nú hefur kvatt var með fágaðri formsköpuðum kvikmyndasögunnar.

Myndir hans búa yfir þokkafullri hrynjandi hvort sem er í klippingu eða hreyfingum myndavélarinnar. Þótt hann byggi oft á efnivið úr bókmenntum eða leikhúsi tekst honum að nýta hann til að færa út kvikmyndaformið, kanna nýja stigu.

Minningar og endurlit setja mark sitt a myndir hans, en oft á óræðan hátt, túlkar vitund persónanna í stað þess að útskýra söguþráðinn eins og algengast er með flashbökk.

Þannig er t.d. myndavélarhreyfingin upp stigann í þessum myndbút sem klippist inn í koss. Á einhvern hátt passar hún inn í heildina eins undarlegt og það nú er og án þess að maður átti sig á því hvað söguhetjan er að rifja upp. Ástafundurinn sjálfur er svo myndaður eins og Resnais einum var lagið.

Louis Malle sagði að gallinn við klámmyndir væri sá að myndavélin gæti ekki sett sig í eins margar stellingar og elskendurnir. En Resnais filmar ástaleikinn næstum eins og vísindaskáldskap. Það liggur við að þetta atriði úr mynd frá 1966 minni á Gravity.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR