Snjóboltinn rúllar hjá Stórveldinu

Sigmar Vilhjálmsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Hugi Halldórsson hjá Stórveldinu.
Sigmar Vilhjálmsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Hugi Halldórsson hjá Stórveldinu.

Hugi Halldórsson hjá framleiðslufyrirtækinu Stórveldinu er í viðtali við Viðskiptablaðið og segir m.a.:

„Upphaflega var hugmyndin hjá mér að vera með lítið framleiðslufyrirtæki sem tæki svona tvö til fjögur verkefni á ári. Eitthvað sem myndi skila mér nægum tekjum svo ég ætti í það minnsta fyrir salti í grautinn en þetta hefur aðeins undið upp á sig. Í fyrra vorum við með tíu verkefni og í dag erum við komnir með tíu starfsmenn á launaskrá. Ársreikningurinn sýnir að Stórveldið getur varla talist lítið krúttlegt fyrirtæki í dag. Þessi snjóbolti er farinn af stað og er að stækka en alls ekki þannig þetta sé eitthvað að fara úr böndunum.“

Meðal verkefna sem Stórveldið hefur framleitt að undanförnu, eða eru í framleiðslu má nefna Andra á flandri þættina, Áramótaskaup RÚV, Borð fyrir fimm fyrir Skjá einn og Ferðastiklur Láru Ómarsdóttur.

Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – Stórveldið ekki lengur krúttlegt.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR