Aðsókn á Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eykst milli vikna og má telja líklegt að velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum hafi þar áhrif á. Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson opnar í 5. sæti aðsóknarlistans.
Pólsk-íslenska kvikmyndin Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson heitinn kemur í bíó 15. október. Menningin á RÚV ræddi við Mörtu Luizu Macuga leikmyndahönnuð myndarinnar og eiginkonu Árna og leikkonuna Olga Bołądź sem fer með aðalhlutverkið.
"Myndin undirstrikar einfaldlega hversu afskaplega mikið íslensk kvikmyndagerð missti við fráfall Árna Ólafs, hann var nefnilega rétt að byrja," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í Lestinni um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar.
Allan Hunter gagnrýnandi ScreenDaily skrifar um Wolka Árna Ólafs Ásgeirssonar sem tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Hamborg þessa dagana, en verður frumsýnd á RIFF á morgun. Hunter segir myndina bera hæfileikum Árna Ólafs vitni og kallar hana vel gerðan þriller með þungri undiröldu sem sé ágætlega söluvænleg.
Wolka, síðasta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári, verður Íslandsfrumsýnd sem opnunarmynd Icelandic Panorama á RIFF þann 6. október í Bíó Paradís.
Nordic Film Market, sem er hluti Gautaborgarhátíðarinnar, fór fram á netinu að þessu sinni. Metfjöldi bransafólks tók þátt, eða 734 frá 46 löndum. Ánægja ríkir með fyrirkomulagið og Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson var meðal þeirra verkefna sem vöktu umtal, segir í frétt Nordic Film and TV News.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.