Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta myndin á Ennesimo Film Festival á Ítalíu á dögunum. Þetta eru 11. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar, var verðlaunuð sem framúrskarandi verk á Kaoshlung Film Festival í Taiwan sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Ungar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur var valin besta stuttmyndin á Push Film Festival sem fram fór í Bristol í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Ungar, stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, var valin besta myndin á barna- og unglingamyndahátíðinni Auburn International Film Festival í Ástralíu sem lauk á föstudag. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Nanna Kristín Magnúsdóttir hefur að undanförnu gert víðreist með stuttmynd sína Ungar, en myndin hefur þegar hlotið fern alþjóðleg verðlaun auk þess að vera valin stuttmynd ársins á síðustu Edduverðlaunum. Nýlegur rúntur Nönnu Kristínar með myndina til Aþenu og Rómar endaði í París þar sem henni var veitt sérstök viðurkenning af Frönsku kvikmyndaakademíunni.
„Ég lít ekki svo á að konur einar eigi að segja sögur um konur fyrir konur. Auðvitað er mikilvægt að segja sögur kvenna og skrifa bitastæð hlutverk fyrir leikkonur. Við konur getum hins vegar sagt alls konar sögur og ég vil hafa fullt frelsi til að segja þær sögur sem mig langar til,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstjóri og handritshöfundur verðlaunamyndarinnar Unga í viðtali við Morgunblaðið.
Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta myndin (Best European Film 2017) á European Independent Film Festival sem lauk í París í kvöld. Athygli vekur að myndin er valin besta mynd hátíðarinnar úr hópi kvikmynda af margskonar tagi, þar á meðal bíómynda. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem einnig var valin stuttmynd ársins á Eddunni.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Ungar, hlaut áhorfendaverðlaun FEC kvikmyndahátíðarinnar á Spáni sem lauk um helgina. Á dögunum hlaut myndin einnig tvær sérstakar viðurkenningar á stuttmyndahátíðinni í Regensburg í Þýskalandi.
Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hlaut aðalverðlaun Flickerfest hátíðarinnar í Ástralíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsta sýning myndarinnar á alþjóðlegum vettvangi og um leið fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verkin eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungarog Ljósöld
Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin á nýafstaðinni RIFF hátíð. Myndin hlaut verðlaun Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar.
Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu í gærkvöldi. Þar var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar.