Lof mér að falla eftir Baldvin Z verður frumsýnd í Senubíóunum þann 7. september. Forsýningar fara fram í kvöld og á morgun. Hátíðarsýning fór fram í gær, en myndin er heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni um helgina.
Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hefur verið valin framlag Finna til Óskarsverðlaunanna. Ingvar Þórðarson og Sophie Mahlo, sem reka framleiðslufyrirtækið Neutrinos Productions í Berlín, eru meðframleiðendur myndarinnar. Þá semur Hildur Guðnadóttir tónlist myndarinnar og Þorsteinn Bachmann fer með eitt hlutverkanna.
Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.
Island of Football kallast rás á YouTube þar sem fjallað er um fótbolta og allt honum tengt af gamansamri alvöru. Þorsteinn Bachmann leikari bregður sér þar í hlutverk ástríðufulls fótboltaunnanda en Róbert Douglas leikstjóri er á bakvið tjöldin þó honum bregði einnig stundum fyrir. Hér er skemmtilegt viðtal Þorsteins við Ingvar Þórðarson framleiðanda sem bendir þeim á að ekki dugi að vera með aðeins 300 áskrifendur, þeir þurfi að vera að minnsta kosti þúsund sinnum fleiri.
Þorsteinn Bachmann leikur bandarískan klámmyndakóng í kvikmynd Dome Karukoski, Tom of Finland, þar sem Ingvar Þórðarson er meðal framleiðenda. Í viðtali við Gay Iceland segir Þorsteinn meðal annars frá því hvernig það kom til að hann fékk hlutverkið.
Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.
Tregablandin kómedía með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Theódóri Júlíussyni, Vigni Rafni Valþórssyni, Magneu Björk Valdimarsdóttur og Þorsteini Bachmann í helstu hlutverkum. Lars Emil Árnason leikstýrir og skrifar handrit.
Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.