spot_img
HeimEfnisorðSverrir Kr. Bjarnason

Sverrir Kr. Bjarnason

[Myndasýning] Bakvið tjöldin á upphafsárum Sjónvarpsins

Hér er að finna 161 ljósmynd úr fórum föður míns, Sverris Kr. Bjarnasonar, sem hann tók á árunum 1965 til 1981. Þetta eru tækifærismyndir, teknar af starfsmanni Sjónvarpsins og viðfangsefni þeirra eru vinnufélagarnir, að langmestu leyti fólkið á bakvið tjöldin þó að fólkinu á skjánum bregði einnig fyrir. Þetta eru einstakar myndir sem fanga tíðaranda og stemmningu upphafsára Sjónvarpsins. Flestar myndanna birtast nú opinberlega í fyrsta sinn.

Þegar faðir minn og öll hin bjuggu til Sjónvarpið

Ég óska RÚV - sjónvarpi allra landsmanna hjartanlega til hamingju með daginn og hálfrar aldar tilveru. Þessi merka menningarstofnun hefur alltaf verið nálæg í mínu lífi, ekki bara vegna þess að ég hef unnið ýmiskonar efni fyrir Sjónvarpið í bráðum þrjátíu ár, heldur kannski enn frekar vegna þess að faðir minn, Sverrir Kr. Bjarnason, var í hópi þeirra sem bjuggu Sjónvarpið til.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR