Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.
Ásgeir H.Ingólfsson heldur úti þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni þar sem hann ræðir kvikmyndir og aðra menningu. Á dögunum ræddi hann við Sigurlín Bjarney Gísladóttur rithöfund og Brynhildi Björnsdóttur blaðamann um kvikmyndina Skjálfta eftir Tinnu Hrafnsdóttur.
"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur og segir hana byggða upp eins og rannsóknarlögreglumynd og rannsóknarefnið leyndarmálið sjálft sem býr innra með aðalpersónunni.
Tinna Hrafnsdóttir er í viðtali við vefmiðilinn Nordic Watchlist í tilefni af sýningum á Skjálfta á Gautaborgarhátíðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi 31. mars.
Bresk-franska sölufyrirtækið Alief mun selja Skjálfta, fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, á heimsvísu. Myndin verður heimsfrumsýnd 20. nóvember á Tallinn Black Nights hátíðinni í Eistlandi, en hér á landi í janúar á næsta ári. Stikla myndarinnar er komin út.
Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin í Industry Selects hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Industry Selects fer fram samhliða hátíðinni, dagana 9. - 18. september, þar sem valdar kvikmyndir eru aðgengilegar þeim fagaðilum sem sækja hátíðina.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Tökur standa nú yfir á fyrstu bíómynd Tinnu Hrafnsdóttur, Stóra skjálfta, sem byggð er á samnefndri bók Auðar Jónsdóttur. Rætt var við Tinnu um verkefnið og annað í þættinum Segðu mér á Rás 1.