HeimEfnisorðRökkur

Rökkur

Erlingur Óttar Thoroddsen endurgerir RÖKKUR í Bandaríkjunum

Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa og leikstýra bandarískri endurgerð myndar sinnar Rökkur sem kom út 2017. Erlingur lauk tökum nýverið á kvikmyndinni The Piper fyrir Millennium Media með Charlotte Hope og Julian Sands í aðalhlutverkum.

„Rökkur“ endurgerð í Bandaríkjunum

Hollywood Reporter skýrir frá því í dag að Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen verði endurgerð í Bandaríkjunum og að Erlingur muni skrifa handrit.

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

Hugrás um „Rökkur“: Margt býr í rökkrinu

„Óhætt er jafnframt að segja að Erlingur sé nákunnugur hefðinni og byggingaþáttum hryllingsmynda, Rökkur ber þess einkar skýr merki, og úr þessum efnivið er unnið á framúrskarandi máta,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen á Hugrás.

DV um „Rökkur“: Hrollur og hómóerótík

Kristinn H. Guðnason skrifar um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen í DV og segir myndina bera augljós merki þess að vera frumraun, en að framtakið sé vel meinandi, metnaðarfullt og að mörgu leyti áhugavert og gott. Hann gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

Fréttablaðið um „Rökkur“: Fortíðardraugar fastir í meðalmennsku

Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen. Hann segir frammistöðu beggja leikara í burðarhlutverkum tilþrifaríka en stirð og óeðlileg samtöl dragi myndina niður. Tómas gefur Rökkri tvær stjörnur.

Aðsókn | „Undir trénu“ komin yfir fjörtíu þúsund gesta markið eftir níu vikur

Rúmlega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir níundu sýningarhelgi og er hún því komin í hóp mest sóttu myndanna (nú í 13. sæti) frá því formlegar mælingar hófust.

Morgunblaðið um „Rökkur“: Úti bíður andlit á glugga

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðið og segir hana hlaðna afar ólíkum hrollvekjuþáttum sem framkalli undantekningarlaust spennu en fléttan og niðurstaða hennar sé heldur laus í sér. Hún gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu.

„Rökkur“ verðlaunuð í Fíladelfíu

Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen var rétt í þessu valin besta myndin á Philadelphia Unnamed Film Festival. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem verður frumsýnd hér á landi 27. október.

Bloody Disgusting um „Rökkur“: Dáleiðandi frásögn

Ari Drew skrifar á Bloody Disgusting.com um Rökkur Erlings Thoroddsen sem sýnd var á Fantastic Fest í Austin Texas. Hann segir myndina algjört skylduáhorf.

„Rökkur“ sögð kaldur þriller með heitt hjarta

"Rökkur er kaldur íslenskur þriller með heitt hjarta og greindarlegur að því leyti að leggja áherslu á djöflana sem við drögnumst með gegnum lífið í stað þeirra sem eru uppskáldaðir," segir Matt Donato hjá vefsíðunni We Got This Covered um myndina sem var sýnd á Fantastic Fest í Bandaríkjunum.

„Rökkur“ verðlaunuð fyrir kvikmyndatöku

Rökkur Erlings Thoroddsen hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku John Wakayama Carey á Californina Independent Film Festival sem nú er að ljúka. Myndin tekur þessar vikurnar þátt í ýmsum hátíðum víða um heim en verður sýnd hér heima frá 27. október. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

[Stikla] Rökkur (ný)

Ný stikla Rökkurs eftir Erling Óttar Thoroddsen hefur verið gefin út. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 27. október næstkomandi, en framundan eru sýningar á BFI London Film Festival og fleiri hátíðum.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Hollywood Reporter um „Rökkur“: Blæbrigðarík og dularfull

Stephen Farber skrifar í The Hollywood Reporter um Rökkur eftir Erling Thoroddsen, sem nú er sýnd á Outfest hátíðinni í Los Angeles. Hann segir Íslendinga hafa sent frá sér nokkrar sterkar spennumyndir á undanförnum árum og að þessi verði að teljast með þeim forvitnilegustu.

„Rökkri“ dreift í Ameríku

Kvikmyndadreifingarfyrirtækið Breaking Glass Pictures hefur fengið dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á íslensku hrollvekjunni Rökkur (Rift). Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Erlingur Óttar Thoroddsen.

[Stikla] „Rökkur“

Stikla hrollvekjunnar Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar síðastliðnum.

Erlingur Óttar í viðtali um „Rökkur“

Erlingur Óttar Thoroddsen ræðir um mynd sína Rökkur (Rift) við vefinn Gay Iceland, en myndin var frumsýnd á Gautaborgarhátíðinni í byrjun febrúar.

Erlingur Óttar Thoroddsen um „Rökkur“: Vildi sleppa sterkum persónum lausum

Vefurinn Kvikmyndir.is ræðir við Erling Óttar Thoroddsen um nýja mynd hans, Rökkur, sem verður heimsfrumsýnd þann 4. febrúar næstkomandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.

„Hjartasteinn“ og „Fangar“ í keppni í Gautaborg

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verkin eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungar og Ljósöld

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR