Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og fyrrum formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) leggur út af fréttum RÚV um aðdraganda 35% endurgreiðslunnar og einnig andsvari Lilju Alfreðsdóttur við grein Björns B. Björnssonar. Margrét var meðal þeirra sem tóku þátt í vinnuhópi við mótun Kvikmyndastefnunnar.
Ragnar Bragason leikstjóri og handritshöfundur hefur að undanförnu unnið að kjarakönnun meðal kollega sinna í leikstjóra- og handritshöfundastétt. Hér eru niðurstöðurnar.
Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) segir styrk handritshöfunda falinn í að vera sífellt á tánum og vera vakandi fyrir síbreytilegu vinnuumhverfi. Streymisvetur þurfi á þeim að halda því þær búi ekkert til sjálfar. Hún ræddi við Lestina á Rás 1.
Margrét Örnólfsdóttir hefur verið tilnefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta handritið í flokki sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndum.
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.
Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna fyrir handrit þáttaraðarinnar Fanga, sem veitt verða á Gautaborgarhátíðinni í febrúarbyrjun. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur að verðlaununum.
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT, en Klapptré skýrði frá því fyrir skömmu að Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefði hlotið heiðursverðlaun WIFT. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna.
Margrét Örnólfsdóttir er einn handritshöfunda þáttaraðarinnar Fanga sem frumsýnd verður á RÚV 1. janúar. Fréttatíminn ræðir við hana um vinsældir og möguleika leikins íslensks sjónvarpsefnis á heimsvísu, hvernig það er að vera kona í karllægum kvikmyndageiranum og um staðalmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum sem hún, ásamt fleirum, vinnur að því að breyta.
RVK Studios og RÚV hafa náð samkomulagi um að hefja vinnu við nýja syrpu af hinni vinsælu glæpaseríu Ófærð. Þáttaröðin hefur notið almennrar hylli víða um heim, verið lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á þá og enn á eftir að sýna þá víða. Áætlað er að önnur þáttaröð verði frumsýnd á RUV haustið 2018.
Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norðurlandanna, DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölufyrirtækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður FLH (Félags leikskálda og handritshöfunda) var viðstödd afhendingu Evrópsku handritsverðlaunanna á dögunum. Hún segir frá verðlaunahafanum Adam Price, handritshöfundi Borgen og stemmningunni á hátíðinni.
Kvikmyndin Regína í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur verður sýnd á Kex Hostel næstkomandi sunnudag kl. 13. Á eftir mun handritshöfundur og tónskáld myndarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, ræða hvernig saga verður að kvikmynd. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Orðbragð fær alveg sérstök persónuleg verðlaun frá mér og mínu heimili en valnefnd Eddunnar og ábyrgðarmönnum Eddunnar sendi ég þrjú stór spurningamerki??? Hvernig er hægt að setja í sama flokk handrit að leiknum kvikmyndum eða leiknu sjónvarpsefni og handrit að þætti eins og Orðbragði? Spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda.
"Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvikmyndagerðar og sterkum ríkisfjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu?," spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH.
Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH - Félags leikskálda og handritshöfunda, fór við þriðja mann á heimsráðstefnu handritshöfunda í Varsjá 1. og 2. október síðastliðinn. Hún segir frá því sem á daga þeirra dreif í eftirfarandi pistli.