Björn Hlynur Haraldsson vinnur þessa dagana að handriti prufuþáttar (pilot) sem byggður er á bíómynd hans Blóðbergi. Tökur á prufuþættinum munu fara fram næsta sumar. Thruline Entertainment í Los Angeles heldur utan um verkefnið fyrir Showtime.
Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson mun keppa um bestu alþjóðlegu myndina á Edinborgarhátíðinni sem fram fer dagana 15.-26. júní. Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson verður einnig á hátíðinni í European Perspectives flokknum, ásamt Þröstum.
Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar verður sýnd á The Chicago International Film Festival sem fram fer dagana 15.-29. október næstkomandi. Chicago hátíðin er ein sú elsta í Bandaríkjunum og er nú haldin í 51. sinn.
Fúsi Dags Kára hækkar sig úr sjötta sætinu í annað eftir nýliðna sýningarhelgi, en rétt fyrir helgina vann myndin til þrennra verðlauna á hinni virtu Tribeca hátíð í New York, þar á meðal sem besta mynd.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Þrjár íslenskar kvikmyndir eru nú til sýnis í kvikmyndahúsum. Fúsi Dags Kára gengur sæmilega en Blóðberg og Austur, sem frumsýnd var um helgina, njóta lítillar aðsóknar.
Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar var frumsýnd í bíó á föstudag en hafði verið sýnd á Stöð 2 fimm dögum áður (páskadag). Bíóaðsókn á myndina er dræm en sjónvarpsáhorf var með ágætum.
Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag en kemur svo í kvikmyndahús þann 10. apríl. Björn Hlynur ræðir um myndina í viðtali við Fréttablaðið.
Blóðberg, kvikmynd Björns Hlyns Haraldssonar, kemur í kvikmyndahús þann 10. apríl en verður forsýnd á Stöð 2 á páskadag, 5. apríl. Þetta er í annað sinn í íslenskri kvikmyndasögu sem kvikmynd er opinberuð með þessum hætti og verður spennandi að sjá hvernig viðtökur almennings verða. Stikla myndarinnar hefur nú verið opinberuð og má sjá hér.
Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.