Í áttunda og síðasta bréfi sínu frá Berlínarhátíðinni leitar Haukur Már Helgason útí jaðarinn og gerir upp Boddinale hátíðina sem fram fer samtímis í borginni en á ögn smærri skala.
VIÐTAL | Haukur Már Helgason hitti Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund á Berlínarhátíðinni og ræddi við hana um verðlaunastuttmynd hennar Ástarsögu, námið að baki, hlutverk fræða í listrænum þroska, reynsluna af markaðnum, verkefnið framundan og fleira.
Í sjöunda bréfi bíópostulans Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni segir af Berlín og Boddinale, hjáhátíðinni sem fram fer á sama tíma en leggur áherslu á myndir eftir Berlínarbúa.
Í sjötta bréfi sínu frá Berlín fjallar Haukur Már Helgason um tvær myndir, Ship Bun (Tíu mínútur) frá S-Kóreu og hina ítölsku In Grazia di dio - Quiet Bliss. Hann kallar þær kreppumyndir - myndir sem fjalla ekki bara um átök fólks við efnahagslega erfiðleika eða sýna hvernig þeir birtast í einkalífi persóna, heldur eru jafnvel kynntar af leikstjórum eða framleiðendum með skírskotun til kreppumyndarinnar eða fullum fetum sem kreppumyndir.
Í fimmta bréfi sínu frá Berlínalnum skrifar Haukur Már Helgason um þýsku myndina Milli heima og hina frönsku Ránið á Michel Houllebecq. Svo missir hann af nýjasta Resnais og kemst að því að Hross í oss er talin argentísk/þýsk.
Fjórða bréf Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni er um gjörninga, viðtökur eistnesku myndarinnar Free Range og blaðamannafund aðstandenda Nymphomaniac eftir Lars von Trier.
Ása Helga Hjörleifsdóttir hlaut um helgina þróunarstuðning fyrir verkefni sitt Svanurinn, sem tekur þátt í svokölluðum Talent Project Market á yfirstandandi Berlínarhátíð. Stuðningurinn nemur 1000 evrum.
Í þriðja bréfi sínu frá Berlín fjallar Haukur Már Helgason um írönsku kvikmyndina Iranian og segir meðal annars: "Íranskir kvikmyndagerðarmenn hafa uppgötvað vídd í kvikmyndum, og þá ekki síst á mörkum heimildamynda og leikinna - hér með sviðsetningu mannanna á sjálfum sér, viljugri þáttöku í kvikmyndaðri tilraun - sem er ekki iðkuð víða annars staðar."
Haukur Már Helgason, sérlegur tíðindamaður Klapptrés, er á Berlínarhátíðinni. Hér er hans fyrsta skýrsla, þar sem meðal annars er rætt um Bill Murray, Wes Anderson, írsku myndina 71 og hina áströlsku The Turning.
Kanadíska sölufyrirtækið Cinemavault hafið samið um alheimssölurétt á kvikmynd Marteins Þórssonar XL. Fyrrtækið mun kynna myndina á Evrópska kvikmyndamarkaðinum á komandi Berlínarhátíð og einnig á öðrum væntanlegum hátíðum.
Bæði kynna verkefni sín á samframleiðslumarkaðinum sem haldin er í tengslum við Berlínarhátíðina (6.-16. febrúar). Um er að ræða fyrstu bíómyndir hvors leikstjóra.