spot_img
HeimEfnisorðÁsthildur Kjartansdóttir

Ásthildur Kjartansdóttir

FJALLIÐ fyrsta myndin með græna vottun á Íslandi

Aðstandendur kvikmyndarinnar Fjallið eftir Ásthildi Kjartansdóttur hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að myndin hafi hlotið svokallaða Green Film vottun hér á landi, fyrst íslenskra kvikmynda. Myndin verður frumsýnd 1. nóvember.

[Stikla] Sýningar hefjast á heimildamyndinni EKKI EINLEIKIÐ

Ekki einleikið er tilraunakennd heimildamynd eftir þær Ásthildi Kjartansdóttur og Önnu Þóru Steinþórsdóttur. Bíó Paradís tekur myndina til sýninga frá og með 14. október.

TRYGGÐ verðlaunuð á Indlandi

Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu klippingu Andra Steins Guðjónssonar á Indian Cine Film Festival sem fram fór í Mumbai á Indlandi.

TRYGGÐ semur við sölufyrirtæki um alþjóðlega sölu

Framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, þær Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, hafa gert samning við bandaríska sölufyrirtækið Hewes Pictures um sölu á myndinni á heimsvísu.

„Tryggð“ fær verðlaun í Flórens

Kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Tryggð, var verðlaunuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne í Flórens síðastliðinn föstudag. Verðlaunin sem bera heitið „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar, Dario Nardella.

Cineuropa um „Tryggð“: Frábært sálfræðilegt drama

Frábært sálfræðilegt drama segir Davide Abbatescianni um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur í Cineuropa, en myndin var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg.

Fréttablaðið um „Tryggð“: Æ sér gjöf til gjalda

"Tryggð er fal­leg, fanta­vel leikin en á­takan­leg bíó­mynd sem á brýnt erindi við ís­lenskan sam­tíma og okkur öll," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu.

Lestin um „Tryggð“: Höktandi kvikmynd um hvítan bjargvætt

Tryggð tekur á stórum og mikilvægum málefnum, kjörum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og húsnæðismálum. Leikarahópurinn stendur sig vel, segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi, myndin sé þó ekki gallalaus.

Morgunblaðið um „Tryggð“: Áræðin og vekur til umhugsunar

"Sagan er áræðin og vekur mann til umhugsunar og myndmál er notað á snjallan hátt til að styrkja efniviðinn," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í dag.

Rætt um „Tryggð“: Vissi samstundis þetta væri sagan

Ásthildur Kjartansdóttir leikstjóri og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona eru í viðtali við Morgunblaðið um kvikmyndina Tryggð sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðapanti. Myndin fer í almennar sýningar þann 1. febrúar.

„Tryggð“ til Gautaborgar

Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hefur verið valin á Nordic Lights hluta Gautaborgarhátíðarinnar sem fram fer dagana 25. janúar - 4. febrúar.

[Stikla,plakat] „Tryggð“

Tryggð, fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd, verður frumsýnd á fyrstu vikum nýs árs, Stikla og plakat myndarinnar hafa nú verið opinberuð.

Ýmsar nýjungar kynntar við tökur á „Tryggð“

Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.

Teymisfjármögnun (Crewfunding) kynnt í tengslum við tökur á „Tryggðarpanti“

Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Ásthildur Kjartansdóttir filmar „Tryggðapant“ 

Ásthildur Kjartansdóttir hyggst ráðast í tökur á fyrstu bíómynd sinni í haust. Verkið er byggt á skáldsögunni Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Framleiðandi er Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films. Þær leita nú að erlendum konum á aldrinum 25-50 ára til að leika í myndinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR