spot_img

[Stikla,plakat] “Tryggð”

Tryggð, fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd, verður frumsýnd á fyrstu vikum nýs árs, Stikla og plakat myndarinnar hafa nú verið opinberuð.

Myndin byggir á Tryggðarpanti, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.

Gísella Dal fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum koma menningarárekstrar upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Með aðalhlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, Enid Mbabazi og Raffaella Brizuela Sigurðardóttir. Þær tvær síðastnefndu eru báðar innflytjendur en  óreyndar leikkonur.

Ásthildur Kjartansdóttir hefur gert fjölda heimildamynda, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir. Hún hefur áður fjallað um innflytjendur á Íslandi, m.a. í heimildamyndinni Noi&Pam.

Framleiðendur eru Askja Films og Rebella Filmworks en Sena sér um dreifingu á Íslandi en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni,

Sjá stiklu hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR