Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hlaut á dögunum verðlaun fyrir bestu klippingu Andra Steins Guðjónssonar á Indian Cine Film Festival sem fram fór í Mumbai á Indlandi.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, þær Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, hafa gert samning við bandaríska sölufyrirtækið Hewes Pictures um sölu á myndinni á heimsvísu.
Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.
Kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Tryggð, var verðlaunuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne í Flórens síðastliðinn föstudag. Verðlaunin sem bera heitið „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar, Dario Nardella.
Frábært sálfræðilegt drama segir Davide Abbatescianni um Tryggð Ásthildar Kjartansdóttur í Cineuropa, en myndin var nýlega sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg.