HeimEfnisorðAnton Sigurðsson

Anton Sigurðsson

Fréttablaðið um „Fulla vasa“: Ungæðislegt strákaflipp

"Hressileg „strákamynd“ sem virkar einhvern veginn betur en maður reiknaði með. Margt gott í gangi og fínn húmor á köflum en sagan er full þvæld," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Fulla vasa Antons Sigurðssonar.

[Stikla] „Fullir vasar“, frumsýnd 23. febrúar

Hasargrínmyndin Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd í Senubíóunum þann 23. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara kunnar samtímastjörnur; Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Aron Már Ólafsson og Egill Ploder auk Ladda og Hilmis Snæs Guðnasonar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð.

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Grimmd“

Danska sölufyrirtækið LevelK fer með alþjóðlega sölu á kvikmynd Antons Sigurðssonar, Grimmd, sem frumsýnd var í október síðastliðnum og varð önnur vinsælasta mynd ársins.

Morgunblaðið um „Grimmd“: Harmur, heift og hatur

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Grimmd Antons Sigurðssonar í Morgunblaðið og gefur henni þrjár stjörnur. Hún segir leikstjóra og leikara nálgist efniviðinn af nærgætni sem einkennist af djúpu, óhvikulu og áræðnu innsæi, en frásögnina rislitla og næstum langdregna.

Anton Sigurðsson: Tvöfaldur faðir á árinu

Anton Sigurðsson ræðir við Morgunblaðið um mynd sína Grimmd, sem var frumsýnd á dögunum. Hann segist hafa unnið að myndinni síðastliðin fimm ár og að handritið sé innblásið af þrem­ur mjög ólík­um sög­um sem tengj­ast.

Fréttablaðið um „Grimmd“: Grafalvarleg en áhrifalaus

"Andrúmsloftið er ágætt og leikararnir hafa miklu við að bæta en persónusköpunin er flöt, handritið gloppótt og samtölin svo stíf að heildin gliðnar í sundur," segir Tómas Valgeirsson um Grimmd Antons Sigurðssonar í Fréttablaðinu.

Fréttanetið um „Grimmd“: Grípandi krimmi

Ellý Ármanns skrifar á Fréttanetið um Grimmd Antons Sigurðssonar. Hún gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir hana vandaða og metnaðarfulla mynd sem eigi eftir að slá í gegn.

[Plakat] Spennumyndin „Grimmd“ væntanleg í október

Plakat spennumyndarinnar Grimmd eftir Anton Sigurðsson hefur verið afhjúpað. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 21. október. Ný stikla myndarinnar er væntanleg.

Spennumyndin „Grimmd“ frumsýnd 21. október

Spennumyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október næstkomandi. Myndin er úr smiðju Antons Sigurðssonar (Grafir og bein) og framleiðandi er Haraldur Bender fyrir Virgo Films. Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk.

RÚV um „Grafir og bein“: Of margar sögur í einu

Gunnar Theódór Eggertsson fjallaði um Grafir og bein í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 og segir myndina vilja segja aðeins of margar sögur í einu. "Handritið inniheldur ýmsar áhugaverðar hugmyndir [...] en myndin þjáist af því að fara í of margar áttir í einu og missa of mikinn fókus í leiðinni, þangað til á lokasprettinum. Myndin kann að vera með hjartað á réttum stað, en mér þótti hún einfaldlega hvorki nógu spennandi né ógnvekjandi á heildina litið."

Gagnrýni | Grafir og bein

"Myndin fær hægt af stað og lengi vel gerist ekkert en þó virðist eins og það sé verið að byggja að einhverju. Hún byrjar snemma á því að mynda ákveðna stemningu en svo fer hún í raun ekkert lengra með hana og heldur sig bara í sömu stemningunni allan tímann, það er engin raunveruleg þróun," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

„Grafir og bein“ frumsýnd 31. október

Hrollvekjan Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd 31. október. Þetta er fyrsta kvikmynd Antons í fullri lengd en hann skrifar einnig handrit.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR