Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Ömmu Hófí eftir Gunnar B. Guðmundsson í Morgunblaðið og segir hana meðal annars fína skemmtun en vissulega fulla af litlum misfellum sem er synd að ekki hafi verið sléttað úr.
Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi með vel yfir sextán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fimmta sæti og er að detta í 33 þúsund gesti. Reikna má með því að síðar í mánuðinum hafi fleiri séð þessar tvær myndir samanlagt en nam allri aðsókn á íslenskar bíómyndir í fyrra.
Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi með hátt í fjórtán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er áfram í fjórða sæti með hátt í 32 þúsund gesti.
Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með rúmlega tíu þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fjórða sæti og er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.
Gamanmyndin Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson verður frumsýnd þann 10. júlí næstkomandi. Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) fara með aðalhlutverkin.