spot_img

Bandarísk bíómynd um leiðtogafundinn í Höfða tekin upp á Íslandi í október

Tökur hefjast í Höfða í október á kvikmyndinni Reykjavik, sem fjallar um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjov 1986. Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons fara með helstu hlutverk.

Verkefnið hefur lengi verið í uppsiglingu. Klapptré sagði frá því 2014 að tökur stæðu fyrir dyrum undir stjórn Baltasars Kormáks og áttu Michael Douglas og Christopher Waltz að fara með aðalhlutverkin.

Deadline skýrir frá því að Jeff Daniels muni leika Reagan og Jard Harris (Chernobyl) muni fara með hlutverk Gorbatsjovs. Simmons leikur George Shultz utanríkisráðherra. Michael Russell Gunn skrifar handrit og leikstýrir fyrir framleiðslufyrirtækið SK Global, sem meðal annars framleiddi rómantísku gamanmyndina Anyone But You sem sló í gegn fyrir skemmstu. Pegasus mun þjónusta verkefnið hér á landi.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR