spot_img

Sýningar hefjast á NATATORIUM

Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum föstudaginn 23. febrúar.

Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.

Í aðalhlutverkum eru þær Elin Petersdottir og Ilmur María Arnardóttir. Með önnur hlutverk fara Stefanía Berndsen, Jónas Birkir Alfreðsson, Valur Freyr Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Stormur Jón Kormákur Baltarsarsson og Kristín Pétursdóttir.

Helena Stefánsdóttir leikstýrir og skrifar handrit. Framleiðandi er Sunna Guðnadóttir hjá Bjartsýn Films. Meðframleiðendur eru Heather Millard, hjá Silfurskjá, og Julia Elomäki, hjá Tekele Productions.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR