Tilnefningar til Eddunnar 2023: VERBÚÐIN með flestar tilnefningar

Þáttaröðin Verbúðin fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða alls 14. Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu fær 12 tilnefningar. Volaða land og Berdreymi eru með 11 tilnefningar hvor.

Edduverðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni síðan 1999. Þetta ár markar ákveðin þáttaskil því þetta verður í síðasta sinn sem verðlaunin verða veitt í núverandi mynd þar sem kvikmyndir og sjónvarp heyra til sömu verðlaunaafhendingar.

Innsend verk í ár eru fleiri en nokkru sinni fyrr, eða alls 165. Að auki voru 332 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.

Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 117 talsins og kvikmyndir 10, heimildamyndir eru 9 og 22 verk flokkast undir barna- og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og tilnefna í samtals 27 verðlaunaflokkum. Endanlegt val er svo í höndum Akademíunnar sem tilkynnt verður á hátíðinni sem haldin verður í Háskólabíói 19. mars næstkomandi. Hátíðin verður í beinni útsendingu á RÚV að venju.

Auk þeirra verðlauna sem veitt verða í þeim flokkum sem taldir eru upp hér fyrir neðan verða veitt sérstök heiðursverðlaun sem tilkynnt verða á hátíðinni, sem og verðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins en val á því fer fram með sérstakri kosningu sem opin verður öllum á rúv.is.

Tilnefningar eru sem hér segir:

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Abbababb!
Krakkaskaupið
Miðjan
Ævintýri Tulipop
Randalín og Mundi: Dagar í desember

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSEFNI ÁRSINS
Vigdís – forseti á friðarstóli
Kompás
Krakkafréttir
Kveikur
Um land allt

HEIMILDAMYND ÁRSINS
Velkominn Árni
Út úr myrkrinu
Sundlaugasögur

ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS
Jón Arnór
Úrslitakeppni í körfubolta / Körfuboltakvöld
Förum á EM
HM stofan/HM kvöld (Fótbolti karla)
Alex From Iceland

KVIKMYND ÁRSINS
Svar við bréfi Helgu
Sumarljós og svo kemur nóttin
Against the Ice
Berdreymi
Volaða land

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Trom
Svörtu sandar
Randalín og Mundi: Dagar í desember
Brúðkaupið mitt
Verbúðin

MANNLÍFSEFNI ÁRSINS
Æði 4
Leitin að upprunanum
Börnin okkar
Náttúran mín
Hvunndagshetjur

MENNINGAREFNI ÁRSINS
Veislan
Morð í norðri
Skapalón
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
Klassíkin okkar

SKEMMTIEFNI ÁRSINS
Stóra sviðið
Krakkakviss
Krakkaskaupið
Áramótaskaup 2022
Hraðfréttir 10 ára

STUTTMYND ÁRSINS
Mitt Draumaland
Hávængja (Chrysalis)
Kílómetrar
Hreiður
HEX

Flokkar fagverðlauna:

BRELLUR ÁRSINS
Magic Lab, Haymaker, Split fyrir Berdreymi
Rob Tasker fyrir Abbababb!
Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Svörtu sanda
Guðjón Jónsson (VFX Supervisor) Monopix / ShortCut / MPC / Union VFX/ Filmgate fyrir Against the Ice
Davíð Jón Ögmundsson fyrir Verbúðina

BÚNINGAR ÁRSINS
Eugen Tamberg fyrir Svar við bréfi Helgu
Helga Rós Hannam fyrir Berdreymi
Nina Grønlund fyrir Volaða land
Margrét Einarsdóttir fyrir Against the Ice
Margrét Einarsdóttir & Rebekka Jónsdóttir fyrir Verbúðina

GERVI ÁRSINS
Evalotte Oosterop fyrir Svar við bréfi Helgu
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Berdreymi
Katrine Tersgov fyrir Volaða land
Hafdís Kristín Lárusdóttir fyrir Abbababb!
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Verbúðina

HANDRIT ÁRSINS
Heimir Bjarnason fyrir Þrot
Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Berdreymi
Hlynur Pálmason fyrir Volaða land
Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir fyrir Vitjanir

HLJÓÐ ÁRSINS
Gunnar Árnason fyrir Skjálfta
Tuomas Klaavo fyrir Svar við bréfi Helgu
Yanna Soentjens, Matthias Hillegeer fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
Björn Viktorsson & Kristian Eidnes Andersen fyrir Volaða land
Kjartan Kjartansson fyrir Against the Ice

KLIPPING ÁRSINS
Antti Reikko fyrir Svar við bréfi Helgu
Andri Steinn Guðjónsson & Anders Skov fyrir Berdreymi
Julius Krebs Damsbo fyrir Volaða land
Úlfur Teitur Traustason fyrir Svörtu sanda
Kristján Loðmfjörð fyrir Verbúðina

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Jasper Wolf fyrir Svar við bréfi Helgu
Sturla Brandth Grøvlen fyrir Berdreymi
Maria von Hausswolff fyrir Volaða land
Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Svörtu sanda
Hrafn Garðarsson fyrir Verbúðina

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir Svar við bréfi Helgu
Birgir Dagur Bjarkason fyrir Berdreymi
Viktor Benóný Benediktsson fyrir Berdreymi
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Volaða land
Gísli Örn Garðarsson fyrir Verbúðina

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Björn Thors fyrir Svar við bréfi Helgu
Blær Hinriksson fyrir Berdreymi
Hilmar Guðjónsson fyrir Volaða land
Guðjón Davíð Karlsson fyrir Verbúðina
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Verbúðina

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hera Hilmarsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
Sara Dögg Ásgeirsdóttir fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
Aldís Amah Hamilton fyrir Svörtu sanda
Kría Burgess fyrir Randalín og Mundi: Dagar í desember
Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Verbúðina

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Anita Briem fyrir Svar við bréfi Helgu
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Svörtu sanda
Katla Njálsdóttir fyrir Vitjanir
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Verbúðina
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Verbúðina

LEIKMYND ÁRSINS
Heimir Sverrisson fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
Systa Björnsdóttir fyrir Abbababb!
Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga fyrir Svörtu sanda
Atli Geir Grétarsson fyrir Against the Ice
Atli Geir Grétarsson & Ólafur Jónasson fyrir Verbúðina

LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Heimir Bjarnason fyrir Þrot
Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Berdreymi
Hlynur Pálmason fyrir Volaða land
Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson & María Reyndal fyrir Verbúðina

SJÓNVARPSMANNESKJA ÁRSINS
Chanel Björk Sturludóttir
Kristjana Arnarsdóttir
Kristján Már Unnarsson
Steinþór Hróar Steinþórsson
Viktoría Hermannsdóttir

TÓNLIST ÁRSINS
Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson fyrir Skjálfta
Gunnar Týnes fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
Alex Zheng Hungtai fyrir Volaða land
Ragnar Ólafsson fyrir Vitjanir
Herdís Stefánsdóttir & Kjartan Dagur Holm fyrir Verbúðina

UPPTÖKU- EÐA ÚTSENDINGASTJÓRI ÁRSINS
Sturla Skúlason fyrir Sögur verðlaunahátið
Björgvin Harðarson fyrir Blindur bakstur
Þór Freysson fyrir Mugison og Cauda Collective – Haglél í 10 ár
Salóme Þorkelsdóttir fyrir Söngvakeppnina 2022
Þór Freysson fyrir Sigurrós í Höllinni

SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS – Almenningskosning
Brúðkaupið mitt
Gulli byggir
Landinn
Leitin að upprunanum
Söngvakeppnin 2022
Stóra sviðið
Venjulegt fólk
Verbúðin
Það er komin Helgi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR