spot_img

Pálmi Guðmundsson lætur af störfum sem dagskrárstjóri Sjónvarps Símans

Pálmi Guðmundsson hefur látið af störfum sem dagskrárstjóri Símans að eigin ósk, en hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin sjö ár.

Pálmi var ráðinn dagskrárstjóri Sjónvarps Símans í maí 2015. Fyrirrennari Sjónvarps Símans er Skjár einn, hvar Pálmi var dagskrárstjóri á árunum 2013-2015. Þar áður starfaði hann sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 á árunum 2001 til 2013.

Pálmi er lykilmaður í því að gera leikið sjónvarpsefni að reglulegum dagskrárlið í íslensku sjónvarpi. Undir hans stjórn sýndi Stöð 2 meðal annars þættina Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina, sem mörkuðu auk Pressu (einnig Stöð 2) upphafið að reglulegum sýningum leikinna innlendra þáttaraða. Sem dagskrárstjóri á Skjá einum og í Sjónvarpi Símans stóð hann fyrir gerð leikinna þáttaraða á borð við Stellu Blómkvist (2 syrpur), Venjulegt fólk (fimmta syrpa í framleiðslu), Jarðarförin mín, Systrabönd og Brúðkaupið mitt.

Pálmi sagðist í samtali við Vísi vilja halda því fyrir sig hvað tekur við.

Viðskiptablaðið greindi einnig frá.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR