Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna framlengdur til 15. febrúar

Afhendingu Edduverðlauna frestað um óákveðinn tíma og skilafrestur framlengdur til 15. febrúar samkvæmt tilkynningu frá stjórn ÍKSA.

Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Stjórn ÍKSA hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að fresta þurfi Edduverðlaunahátíðinni enn á ný. Ástæður þess eru þær sömu og síðustu tvö ár, óvissa í samfélaginu vegna Covid 19.

Í ljósi þess ákvað stjórn ÍKSA að frestur til innsendinga verði framlengdur um þrjár vikur, til þriðjudagsins 15. febrúar 2022.

Unnið er að útfærslu og tímasetningu verðlaunaafhendingarinnar í samræmi við þróun mála og tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og viðburðahald.

Með þökk fyrir skilning og þolinmæði.

Stjórn ÍKSA

Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021.

Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp á slóð ÍKSA: http://innsending.eddan.is/

INNSENDINGARVEFUR EDDUNAR
Gjald fyrir innsent verk í aðalflokk Eddunar er kr 25.000 og innsending í flokk fagverðlauna kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).

Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR