HeimBransinnKvikmynda- og sjónvarpsbransinn umfangsmestur menningargreina

Kvikmynda- og sjónvarpsbransinn umfangsmestur menningargreina

-

Í nýjum Menningarvísum Hagstofu Íslands kemur fram að kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er umfangsmestur menningargreina á Íslandi, hvort sem litið er til rekstrartekna, útflutningstekna eða fjölda starfsmanna. Þá eru heildar launagreiðslur á pari við fjölmiðla og hönnun/arkitektúr.

Menningarvísar Hagstofunnnar eru hagrænir mælikvarðar um skapandi greinar og menningu í íslensku atvinnulífi og hagkerfi. Þeim er ætlað að halda utan um tölulegar upplýsingar í menningargreinum á Íslandi til að kortleggja umfang þeirra frá ári til árs. Nánar má fræðast um þá hér.

Menningargreinarnar tíu eru:

 • bókmenntir
 • fjölmiðlar
 • hönnun og arkitektúr
 • kvikmyndir og sjónvarp
 • listnám
 • menningararfur
 • myndlist
 • sviðslistir
 • tónlist
 • tölvuleikir

Eftirtaldir menningarvísar hafa verið birtir:

 • fjöldi starfandi
 • launasumma
 • fjöldi rekstraraðila
 • rekstrartekjur
 • þjónustuviðskipti við útlönd

Skoða má hvern Menningarvísi fyrir sig hér fyrir neðan, en til að skoða gögnin frá ári til árs með nákvæmari hætti er hægt að fara á upprunalega vefslóð á vef Hagstofunnar með því að smella á hlekkinn undir hverri mynd. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Hlekkur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR