Fjölþætt heimildaverk um Jóhann Jóhannsson tónskáld í smíðum

Davíð Hörgdal Stefánsson og Orri Jónsson vinna nú að umfangsmiklu verkefni um ævi og listferil Jóhanns Jóhannssonar tónskálds.

Verkefnið kallast The Creative Space of Jóhann Jóhannsson og er þríþætt:

1) Alþjóðleg heimildamynd í fullri lengd.
2) Veglegt bókverk með greinum, ritgerðum, öðrum textum, dagbókarfærslum og skissum frá Jóhanni sjálfum, frásögnum hans nánasta samstarfsfólks og vina, ásamt ógrynni myndefnis.
3) Umfangsmikil heimilda-arkíva um Jóhann og þá íslensku tónlistarsenu sem hann spratt upp úr sem færð verður Karólínu, einkadóttur Jóhanns, að gjöf. Þessi arkíva – flokkuð og skrásett – verður varðveitt hjá The Jóhann Jóhannsson Foundation og aðgengileg listafólki og fræðimönnum framtíðarinnar.

Á Karolina Fund stendur nú yfir hópfjármögnun vegna þess hluta verkefnisins sem snýr að bókinni og rannsónarvinnu vegna heimildasafnsins. Hópfjármögnunin stendur til 7. júlí.

Hér má skoða Facebook og Instagram síður verkefnisins.

Að neðan má skoða stiklur verkefnisins, annarsvegar um rannsóknarvinnuna og bókina og hinsvegar yfirlit um litríkan feril Jóhanns.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR