Landinn ræðir við Helgu Rós V. Hannam búningahönnuð

Helga Rós V. Hannam búningahönnuður (Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn)

Rætt var við Helgu Rós V. Hannam búningahönnuð um starf hennar í þættinum Landinn síðastliðinn sunnudag, en Helga Rós hefur séð um búninga í mörgum af helstu kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum síðustu ára og hlotið fjölmörg Edduverðlaun fyrir.

Af vef RÚV:

„Maður þarf að ímynda sér hvernig manneskjan myndi nota fötin, þar af leiðandi að setja saman persónuna. Svo kemur aftur á móti að maður þarf líka að hugsa praktískt hvað gerist í tökunum, ef ég veit að ég er að fara í miklar vetrartökur og kulda þá þarf maður að velja hlýrri efni í fötin. Maður er líka að hjálpa leikaranum að koma vinnunni sinni til skila,“ segir Helga Rós V. Hannam, búningahönnuður.

Landinn kíkti í síðasta þætti í heimsókn á vinnustofu og búningasafn Helgu Rósar. Safnið hefur að geyma flíkur sem hún hefur sankað að sér frá unglingsárum en Helga Rós hefur séð um búninga í mörgum af helstu kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum síðustu ára og hlotið fjölmörg Edduverðlaun fyrir.

Hún segir að huga þurfi að mörgu þegar kemur að því að klæða persónur rétt. Í heimsókninni  rákumst við meðal annars á búning sem notaður var á Georg Bjarnfreðarson og búninga úr spennuþáttaröðinni Brot. „Hér eru til dæmis fimm eintök af frakkanum hans Arnars í Brot. Það er útaf því að hann lendir í hremmingum,“ segir Helga.

Skoða má viðtalið í heild hér: Þurfti fimm eintök af jakka Arnars í Broti

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR