Ný heimildamyndahátíð – IceDocs – kallar eftir myndum

Ný alþjóðleg heimildamyndahátíð, Iceland Documentary Film Festival (IceDocs) verður haldin í fyrsta sinn á Akranesi dagana 17.-21. júlí. Áætlað er að um 100 nýjar heimildamyndir frá öllum heimshornum verði sýndar á hátíðinni í ár, en auk þess verður boðið upp á fjölda sérviðburða.

IceDocs mun bæði sýna stuttar heimildamyndir og heimildamyndir í fullri lengd og það kostar ekkert fyrir íslenskar myndir að sækja um. Opnað var fyrir umsóknir í september á síðasta ári, en frestur til þess að sækja um rennur út 20. apríl.

Hátíðin tekur við myndum sem gerðar voru 2017 eða síðar og hafa ekki verið sýndar opinberlega hér á landi.

Myndir sem sýndar verða á Skjaldborgarhátíðinni í ár eru undanþegnar þessum skilyrðum.

Sótt er um hjá hátíðinni í gegnum síðu filmfreeway.com.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR