spot_img

[Stikla] Heimildamyndin “Skjól og skart” í Bíó Paradís frá 14. september

Skjól og skart er ný heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen um íslenska þjóðbúninga og handverkið og menninguna sem tengist þeim. Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor en sýningar hefjast í Bíó Paradís þann 14. september.

Í kynningu um myndina segir:

Það er vinsæl iðja „að koma sér upp búning“. Verkið allt er tímafrekt, erfitt og getur orðið afar dýrt. Hvers vegna tekur fólk sér þetta fyrir hendur þegar búningarnir eru næstum aldrei bornir nú á dögum?

Hópur kvenna tekur þátt í námskeiði til að sauma upphlut og peysuföt. Á meðan þær stunda saumaskapinn segja þær frá því hvers vegna þær taka sér þetta verk fyrir hendur og hvað íslensku búningarnir þýða fyrir þær. Út frá samræðum kvennanna kvikna spurningar sem leitað er svara við. Hvort sem um er að ræða pólitísk þýðing búninganna á 19. öld eða nýr háttur að bera þá.

Eftir því sem verki þeirra vindur fram er sýnt handverk búninganna; vefnaðurinn, víravirkið, útsaumurinn, jurtalitunin, knipplunin og svo framvegis.

Þetta er kvikmynd um fallegt handverk, hlaðið tilfinningu, menningarsögu og – pólitík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR