Heim Fréttir Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson

Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson

-

Hera Hilmarsdóttir (Mynd: Universal Pictures).

Hera Hilmarsdóttir mun fara með aðal kvenhlutverkið í kvikmyndinni Mortal Engines sem Peter Jackson framleiðir.

Variety skýrir frá þessu.

Jackson, Fran Walsh, and Philippa Boyens – sem öll komu að handritasmíði Hringadróttinsseríunnar – munu skrifa handritið sem byggt er á skáldsögu Philip Reeve. Fyrirhugað er að gera fleiri myndir um þennan sagnaheim.

Jackson og hans teymi munu framleiða myndina, Christian Rivers leikstýrir. MRC og Universal fjármagna, Universal mun jafnframt dreifa á heimsvísu.

Þræðinum er svo lýst:

The book is set thousands of years in the future. Earth’s cities now roam the globe on huge wheels, devouring each other in a struggle over diminishing resources. On one of these massive Traction Cities, Tom Natsworthy has an unexpected encounter with a mysterious young woman from the Outlands, who will change the course of his life forever.

Áætlað er að tökur hefjist á Nýja Sjálandi í vor og að myndin verði frumsýnd jólin 2018.

Þetta er fyrsta hlutverk Heru í stórri Hollywood mynd. Hún hefur nýlokið við að leika í The Ottoman Lieutenant ásamt Josh Hartnett og An Ordinary Man með Ben Kingsley. Báðar myndirnar eru væntanlegar.

Sjá nánar hér: Hera Hilmar Lands Female Lead in Peter Jackson’s ‘Mortal Engines’ | Variety

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.