„Hrútar“ valin besta myndin í Serbíu

Grímur Hákonarson, Roy Andersson og Grímar Jónsson í Palic Serbíu.
Grímur Hákonarson, Roy Andersson og Grímar Jónsson í Palic Serbíu.

Hrútar Gríms Hákonarsonar var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu sem lýkur í dag.

Grímur og Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar voru gestir hátíðarinnar. Grímar segir þetta mikinn heiður:

”Það voru sterkar myndir og reynslumiklir leikstjórar með okkur í keppninni, menn eins og Nanni Moretti og Jaco Van Dormael, þannig að maður bjóst ekki við neinu. En það er vissulega gaman og ekki slæmt að hafa unnið til verðlauna allstaðar þar sem við höfum verið í keppni fram að þessu. Framundan eru hátíðir og frumsýningar víðast hvar í heiminum og því mjög spennandi tímar fyrir Hrúta. Myndin er ennþá í bíó hérna heima og gengur bara vel.”

Og Grímur Hákonarson spjallaði við Roy Andersson hinn sænska á hátíðinni:

”Það eru mikil forréttindi að ferðast og hitta kollega sína á hátíðum sem þessum. Ég hitti sænska leikstjórann Roy Anderson þarna, sem var heiðursgestur hátíðarinnar, og við töluðum um að það gæti verið áhugavert að gera mynd um rabbabarabónda í Færeyjum. Sjáum hvað setur með það.”

Í umsögn dómnefndar segir:

“RAMS tells us the story of two brothers who loose what is the most important thing to them: their sheep which is their heritage and bloodline. It’s a film that speaks about universal needs of human relationship in a simple metaphoric way”.

Sjá nánar hér: ZLATNI TORANJ FILMU OVNOVI | European film festival

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR