spot_img

Örmyndahátíð Örvarpsins í annað sinn

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir kalla sig Örverpin, umsjónarmenn Örvarpsins.
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir kalla sig Örverpin, umsjónarmenn Örvarpsins.

Örmyndahátíð Örvarpsins, í samstarfi við RÚV, Nýherja og Bíó Paradís, hefst  kl. 18 laugardaginn 7. mars n.k. í Bíó Paradís.

Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin, en að þessu sinni hafa tólf örmyndir verið valdar inn á hátíðina af Björgu Magnúsdóttir, dagskrárgerðarkonu og Guðmundi Arnari Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni.

Myndirnar eru eins ólíkar og þær eru margar – dansmyndir, heimildarmyndir, gjörningar, frásagnir, innsetningar og animation, svo dæmi megi nefna.

Samtals hafa borist Örvarpinu um 150 örmyndir frá því að það hóf starfsemi sína á vef RÚV 2013 og með nokkuð jöfnu hlutfalli kvenna og karla sem leikstjóra og/eða höfunda. Í dag styrkir Kvikmyndasjóður Íslands hátíðina ásamt þeim mikilvægum samstarfsaðilum sem gera það kleift að hátíðin geti verið starfrækt.

Hér er rúmlega mínútulöng stikla úr þeim myndum sem valdar voru á hátíðina í haust:



Auk þeirra mynda sem voru valdar á hátíðina munu stjórnendur velja nokkrar örmyndir aukalega til að hafa til sýningar með í hópnum – til að auka áhrif og upplifun fyrir áhorfendur, en einnig til að sýna fram á fjölbreytileikann í örmyndum.

Í lok sýningar verður svo valin örmynd ársins á RÚV og einnig veitt áhorfendaverðlaun. Vegleg verðlaun verða í boði Nýherja umboðsaðila Canons á Íslandi.

Dómnefndina skipa þau Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Davíð Óskar Ólafsson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Heiðursgestur hátíðarinnar er Andri Snær Magnason. Kynnir kvöldsins er Davíð Kjartan Gestson.

Samtals verða sýndar um 20 örmyndir. Meðal þeirra mynda sem verða sýndar á hátíðinni eru myndir eftir Kitti Von-Sometime, Ara Alexander Ergis, Laufeyu Elíasardóttur, Kristján Lyngmo, Halldóru Óla, Þórunni Ylfu, Höllu Míu, Björk Viggós, Ragnheiði Hörpu, Helenu Stefánsdóttur o.fl

Hægt er að sjá örmyndir Örvarpsins hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR