Verður “Vikingo” síðasta heimildamynd Þorfinns Guðnasonar?

Þorfinnur Guðnason.
Þorfinnur Guðnason.

Þorfinnur Guðnason heimildamyndasmiður frumsýnir í næstu viku sitt nýjasta verk, Vikingo, mynd um Íslendinginn Jón Inga Gíslason sem hefur síðustu 20 ár stundað hanaat í Dóminíska lýðveldinu og er orðinn þekktur hjá heimamönnum sem Víkingo. Kastljós RÚV ræddi við Þorfinn  af þessu tilefni, en hann berst nú við illvígt krabbamein.

Þorfinnur kláraði klippingu Víkingo inná spítala. Hann segir myndina verða umdeilda og spurningar um dýraníð eigi eftir að vakna þegar horft er á hanaatið. Þorfinnur segir að hanaat sé samofið menningunni í Dóminíska lýðveldinu og eigi sér sterkar rætur. Hann segir tvískinnungs gæta í gagnrýni sumra á hanaatið því matvælaframleiðsla í heiminum í dag sé mun verri en það.

Viðtalið við Þorfinn má sjá hér: Kannski síðasta heimildarmynd Þorfinns | RÚV.

Hér er titillag myndarinnar, sjá má Jón Inga Gíslason viðfangsefni hennar, bregða fyrir víða í myndbandinu:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR