Marteinn Sigurgeirsson hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndir

Menningarverðlaun DV voru afhent í gær í Iðnó. Marteinn Sigurgeirsson kennari hlaut verðlaunin í flokki kvikmynda fyrir áratuga starf við Myndver grunnskólanna.

Marteinn Sigurgeirsson.
Marteinn Sigurgeirsson.

Dómnefnd Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndir skipuðu Marzibil Sæmundsdóttir kvikmyndagerðarkona (formaður), Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona og Þorsteinn Gunnar Bjarnason leikari og leikstjóri. Í umsögn dómnefndar um Martein segir:

„Marteinn er eitt besta geymda leyndarmál íslenskrar kvikmyndagerðar en hann hefur verið umsjónarmaður og aðaldriffjöður Myndvers grunnskólanna síðustu þrjá áratugina. Marteinn hefur sinnt myndverinu af mikilli alúð og hugsjón og átt stóran þátt í auknu myndlæsi grunnskólanema, auk þess sem hann hefur opnað fyrir þeim heim kvikmyndatungumálsins og hefur lagt sérstaka áherslu á að hvetja stúlkur til þátttöku. Margir af okkar þekktustu kvikmyndagerðarmönnum hafa stigið sín fyrstu skref í Myndverinu hjá Marteini og greinin í heild á honum mikið að þakka.“

Sjá nánar hér: Sjáðu sigurvegara Menningarverðlauna DV í ár – DV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR