Heim Fréttir Örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís 1. mars

Örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís 1. mars

-

örvarpiðLaugardaginn 1. mars mun Örvarpið halda Örmyndahátíð í Bíó Paradís. 62 örmyndir voru sendar inn í Örvarpið, örmyndahátíð RÚV, sem fram fór á vefnum í haust. 13 þeirra voru birtar sem örmynd vikunnar á tímabilinu og verða þær allar sýndar á hátíðinni ásamt 10 öðrum myndum sem vöktu sérstaka athygli Örvarpsins. Myndirnar keppa um Örvarpann, örmynd ársins.

Meðal höfunda myndanna eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Curver, Vera Sölvadóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Sigga Björg, Kitty Von Somtime, Helena Jóns, Erling Klingenberg, Erlendur Sveinsson ofl.

Valnefndina í haust skipuðu Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson, en dómefndina um Örvarpann skipa Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttir og Jón Proppe. Sérstakur gestur verður Ragnar Bragason og kynnir kvöldsins er Gunnar Sigurðsson sjónvarpsmaður.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir Örmynd ársins og einnig verða veitt áhorfendaverðlaun. Nýherji, umboðsaðili Canon, gefur Canon EOS 100D sem aðalverðlaun og Canon LEGRIA mini X sem áhorfendaverðlaun.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.