Heim Eddan Edduverðlaunin afhent á laugardagskvöld

Edduverðlaunin afhent á laugardagskvöld

-

Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.
Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.

Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 22. febrúar í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum fyrir framan Silfurbergið og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá.

Kynnir kvöldsins verður leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu fjölmargar stjörnur stíga á svið; þekkt andlit af hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum, sem og fólkið sem að öllu jöfnu starfar á bak við tjöldin og kvikmyndavélarnar.

Alls verða veitt tuttugu og þrenn verðlaun auk Heiðursverðlauna Eddunnar. Þá geta áhorfendur heima í stofu tekið þátt í símaleik og kosið sinn uppáhaldsfrasa úr íslenskri kvikmynd framleiddri fyrir árið 2000. Ríflega sjö þúsund manns tóku þátt í forkosningu símaleiksins sem fram fór á visir.is. Eftir standa þessar fimm fleygu setningar sem kosið verður um meðan á útsendingu stendur:

• Dúfnahólar 10
• Við erum allir vistmenn á Kleppi
• Inn, út, inn, inn, út
• Geri ekki neitt fyrir neinn
• Engin rúta, langferðabíll

Í fréttatilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni kemur eftirfarandi meðal annars fram:

„Að horfa á Edduna er góð skemmtun og alltaf má búast við óvæntum uppákomum; delete cookies, hlébarðabúningi, forsetaprentara og slummulöngum sleikum!“

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.