Wachowski systkinin leita að íslenskri stúlku „sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“

Lana og Andy Wachowski og J. Michael Straczynski.
Lana og Andy Wachowski og J. Michael Straczynski.

Wachowski systkinin góðkunnu, höfundar Matrix-myndanna, hyggjast framleiða sjónvarpsseríu fyrir Netflix ásamt J. Michael Straczynski sem meðal annars skóp seríuna Babylon 5 og skrifaði handrit bíómyndanna Changeling í leikstjórn Clint Eastwood og World War Z með Brad Pitt. Seríuna, sem kallast Sense8, á meðal annars að taka hér á landi í sumar og haust.

Vísir greinir frá því að framleiðendurnir hafi auglýst eftir íslenskri stúlku til að fara með eitt af helstu hlutverkum seríunnar. Auglýsingin er orðuð svona:

„Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja. Hún á að vera íslensk, en býr í London og eyðir tíma sínum í ólöglegum partíum og tekur ofskynjunarlyf. Burðarhlutverk.“

Sjá nánar hér: Vísir – „Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR