Viðhorf | Burt með fimm tilnefningar í Eddunni

Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.
Frá afhendingu 14. Edduverðlaunanna í Hörpu í febrúar 2013.

Sú tilhögun í reglum Edduverðlaunanna undanfarin ár að ef innsendingar í ákveðnum flokki eru fleiri en tíu skuli fimm verk tilnefnd en ef innsendingarnar eru tíu eða færri þá skulu þrjú verk tilnefnd er della. Þrjú verk í hverjum flokki duga.

Íslenski kvikmynda- og sjónvarpsbransinn er einfaldlega ekki nógu stór til að bera slíkan fjölda tilnefninga. Þetta þynnir út gildi tilnefninganna og gerir nákvæmlega engum greiða. Eðlilegt er að hafa nálaraugað í þessum efnum sem þrengst og mörkin liggja við þrjár tilnefningar í hvern flokk, færri geta þær varla verið en um leið er engin ástæða til að hafa þær fleiri. Ofan í kaupið leiðir þetta fyrirkomulag til kindarlegra uppákoma eins og gerðist í fyrra þegar aðeins þrjár leikkonur voru tilnefndar fyrir aðalhlutverk en fimm karlar.

Það er óskiljanlegt afhverju þessi regla var sett upphaflega og enn skrýtnara að henni skuli viðhaldið ár eftir ár.

[divider scroll_text=““] Rétt er að taka fram að höfundur sat um árabil í stjórn ÍKSA og var þar áður framkvæmdastjóri Eddunnar fyrstu þrjú árin.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR