Gagnrýni | Paradís: Von

Paradise-Hope1-e1379813288320
“Samskipti táninganna virka mjög svo raunsæ og eðlileg, skemmtilega vandræðaleg og ljúf í senn. Þungamiðjan hérna er þó vissulega Melanie sem leikin er af nöfnu sinni, Melanie Lenz. Melanie fer allan tilfinningaskalann í fitubúðunum og tekst Lenz að skapa mjög sannfærandi karakter, eflaust er hún bara að vera hún sjálf mestallan tímann.”
[column col=”1/2″][message_box title=”BÍÓ PARADÍS | Paradies: Hoffnung (Paradís: Von)” color=”gray”] [usr 3,5] Leikstjóri: Ulrich Seidl
Handrit: Ulrich Seidl, Veronika Franz
Aðalhlutverk:  Melanie Lenz, Verena Lehbauer, Joseph Lorenz
Lengd 92 mín.
Austurríki, 2013
[/message_box][/column]Paradís: Von (Paradies: Hoffnung á frummálinu) er þriðja og síðasta myndin í Paradísartrilógíu austurríska leikstjórans Ulrich Seidl. Að þessu sinni beinir hann sjónum sínum að svokölluðum fitubúðum þar sem börn og unglingar yfir kjörþyngd eru send til að létta sig.

Aðalpersóna myndarinnar er hin 13 ára Melanie sem er dóttir Teresu, aðalpersónu Paradíst Ást, auk þess sem Anna Maria úr Paradís: Trú skutlar henni í fitubúðirnar í upphafi myndar. Við fylgjumst með Melanie athafna sig í búðunum þar sem börnin eru látin gera ýmis konar leikfimiæfingar, læra að bæta mataræði sitt og fleira en aðaláherslan er þó á þá vinnáttu sem myndast milli Melanie og annarar stúlku í búðunum, auk þess sem Melanie verður skotin í lækni sem starfar við búðirnar.

Eftir að hafa valdið smá vonbrigðum með miðmyndinni nær Seidl sér aðeins aftur á strik hérna og má segja að þessi mynd falli mitt á milli hinna tveggja, gæðalega séð. Hún hefur ekki sömu dýpt og Seidl náði með fyrstu myndinni en er um leið ekki eins mikið “freak show” og önnur myndin. Auk þess hjálpar að þessi er ekki eins löng og hinar tvær og teygir lopann því minna. En líkt og í hinum tveimur er varla hægt að segja að þessi mynd hafi mjög sterkan söguþráð. Hún fer að mestu í það að sýna alla þá þætti sem líf í fitubúðum felst í og helsti rauði þráður myndarinnar liggur í sambandi Melanie við lækninn sem hún verður skotin í, og hvernig það þróast.

[quote align=”left” color=”#999999″]Myndinni tekst best upp sem einhvers konar lýsing á gelgjuskeiðinu, það að uppgötva kynlíf, ástina, áfengi og fleiri hluti sem eru gríðarlega spennandi fyrir flesta á gelgjuskeiðinu þó þau skorti þann þroska sem þarf til að skilja þessi fyrirbæri til fulls.[/quote] Myndinni tekst best upp sem einhvers konar lýsingu á gelgjuskeiðinu, það að uppgötva kynlíf, ástina, áfengi og fleiri hluti sem eru gríðarlega spennandi fyrir flesta á gelgjuskeiðinu þó þau skorti þann þroska sem þarf til að skilja þessi fyrirbæri til fulls. Seidl nær frábærum leik úr öllum krökkunum í fitubúðunum og manni líður stundum eins og hann hafi bara falið myndavél í raunverulegum fitubúðum. Samskipti táninganna virka mjög svo raunsæ og eðlileg, skemmtilega vandræðaleg og ljúf í senn. Þungamiðjan hérna er þó vissulega Melanie sem leikin er af nöfnu sinni, Melanie Lenz. Melanie fer allan tilfinningaskalann í fitubúðunum og tekst Lenz að skapa mjög sannfærandi karakter, eflaust er hún bara að vera hún sjálf mestallan tímann.

Paradís: Von er líka oft fyndin og tekst að sýna á skemmtilegan hátt fram á fáránleika þess fyrirbæris sem fitubúðir eru (t.d. segist ein stelpan vera búin að fara nokkrum sinnum í fitubúðir áður en er samt ennþá spikfeit). Allir krakkarnir koma úr fráskildum hjónaböndum og líklega eru þau send þangað svo foreldrarnir losni við að hafa áhyggjur af þeim í smástund frekar en þau vilji að börnin sín grennist.

Skortur á almennilegum söguþræði háir myndinni samt og verður hún eilítið losaraleg og á köflum hálfstefnulaus fyrir vikið. Að vissu leyti er hún bara eins og röð af atriðum sem gerast öll á sama stað og með sömu persónum frekar en heildstæð bíómynd og líkt og með hinar tvær myndirnar hefði hún líklega virkað enn betur sem hluti af einni stórri mynd frekar en sem ein bíómynd út af fyrir sig.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR