Handritsgúrúinn Syd Field er látinn

syd-field
Syd Field.

screenplay Syd field - coverHinn víðkunni handritsgúrú Syd Field lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 77 ára að aldri. Field var höfundur átta bóka um kvikmyndahandritaskrif. Sú fyrsta og kunnasta, Screenplay: The Foundations of Screenwriting, var fyrst gefin út 1979 og hefur verið þýdd á 23 tungumál. Hún er notuð við kennslu í fjölda háskóla um heim allan.

Field er minnst fyrir að hafa verið fyrstur til að skýra út á prenti þær viðmiðanir sem kvikmyndahandrit byggja svo oft á, þ.e. hinn klassíska þriggja þátta strúktúr. 

Fagritið Screen minnist Field hér: Screenwriting guru Syd Field dies | News | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR