spot_img

SkjárKrakkar: „Netflix fyrir krakka“

skjár-krakkarSkjárinn hefur hleypt af stað nýrri sjónvarpsþjónustu, SkjárKrakkar, sem byggir á svipuðum forsendum og Netflix þjónustan. Eins og nafnið segir til um er efnisframboð miðað við barna hæfi og allt efni er talsett á íslensku.

Áskrifendur greiða mánaðarlegt áskriftargjald ótakmarkaðan aðgang að því efni sem þar er að finna. Ekki er tekið sérstakt gjald á leigðan þátt líkt og þekkist í hefðbundnum VOD leigum eins og SkjáBíó.

Áskrifendur munu fá aðgang að á þriðja hundrað klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni. Meðal efnis er Latibær, Pósturinn Páll, Skoppa og Skrítla, Strumparnir, Múmínálfarnir, Lína langsokkur, Emil, Matti morgunn ofl. Þá verða einnig í boði teiknimyndir í fullri lengd og verður nýju efni bætt við jafnt og þétt.

SkjárKrakkar er aðgengilegt á kerfum Vodafone og Símans. Til að fá aðgang að efninu þarf að gerast áskrifandi fyrir aðeins 1.490 kr. á mánuði og fá nýir áskrifendur fyrsta mánuðinn frían. Áskrifendur geta horft ótakmarkað á það efni sem þar er að finna innan áskriftartímabils. Áskriftartímabil er frá byrjun til loka mánaðar og greiðist áskriftargjaldið eftir á líkt og með aðrar áskriftarþjónustur Skjásins.

Sjá nánar hér: SkjárKrakkar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR